28 desember 2005
...
You Belong in London |
A little old fashioned, and a little modern. A little traditional, and a little bit punk rock. A unique woman like you needs a city that offers everything. No wonder you and London will get along so well. |
11 desember 2005
...þessu átti ég nú ekki von á...
... Nei, ekki ég heldur...
híhí... mér finnst þetta ennþá þvílíkt fyndið.
Annars er allt í fullum gangi við að klára verkefnið áður en það verður sent í prent (það er víst betra að gera það áður...). Annars verður það reyndar ekki alveg búið því við eigum ekki að skila fyrr en 20. des. en fengum ekki tíma í prenti seinna þannig að við ætlum að klára það sem við getum gert eftir að við sendum í prent og svo bara setja það saman sjálf. Þetta verður spennandi að vita hvernig tekst til.
Ég er lítið búin að vera heima hjá mér síðustu dagana/vikurnar eins og venjan er rétt fyrir skil. Einn hópurinn fékk meira að segja innflutningsgjöf, heila ferðatösku af nammi og gosi og snakki og ávöxtum. Ekkert vera að láta það stoppa ykkur, gott fólk, að aðrir hafi gert það á undan ykkur. Það er allt í lagið að herma :D
Við héldum Litlu jólin í gær, borðuðum hangikjöt og grænar Ora baunir og drukkum malt og appelsín (eða svona gervi allavega). Þetta er orðinn árlegur atburður í litlu kommúnunni okkar, ansi skemmtilegur. Ég verð nú að segja að ég fékk smá samviskubit yfir að vera ekki að læra í gærkvöldi en maður verður nú að fá smá pásu, eða er það ekki. Annars vissi ég ekki hvernig ég átti að haga mér í gær. Það að sitja og gera ekki neitt, eyða tíma í að tala við aðra og slappa af... ég man ekki hvenær ég gerði það síðast. En á þriðjudaginn get ég vonandi aðeins slakað á, held að það hafi nú bara verið gott að við fengum svona snemma prenttíma því þá getum við tekið því aðeins rólegar fram að skilum. Mjög sniðugt.
Ég er að hugsa um að fara að drífa mig heim. Klukkan er nú einu sinni korter yfir 6 á sunnudegi. Einhvern tíma verður maður nú að vera heima hjá sér.
Mvh. WellnessRíkey.
híhí... mér finnst þetta ennþá þvílíkt fyndið.
Annars er allt í fullum gangi við að klára verkefnið áður en það verður sent í prent (það er víst betra að gera það áður...). Annars verður það reyndar ekki alveg búið því við eigum ekki að skila fyrr en 20. des. en fengum ekki tíma í prenti seinna þannig að við ætlum að klára það sem við getum gert eftir að við sendum í prent og svo bara setja það saman sjálf. Þetta verður spennandi að vita hvernig tekst til.
Ég er lítið búin að vera heima hjá mér síðustu dagana/vikurnar eins og venjan er rétt fyrir skil. Einn hópurinn fékk meira að segja innflutningsgjöf, heila ferðatösku af nammi og gosi og snakki og ávöxtum. Ekkert vera að láta það stoppa ykkur, gott fólk, að aðrir hafi gert það á undan ykkur. Það er allt í lagið að herma :D
Við héldum Litlu jólin í gær, borðuðum hangikjöt og grænar Ora baunir og drukkum malt og appelsín (eða svona gervi allavega). Þetta er orðinn árlegur atburður í litlu kommúnunni okkar, ansi skemmtilegur. Ég verð nú að segja að ég fékk smá samviskubit yfir að vera ekki að læra í gærkvöldi en maður verður nú að fá smá pásu, eða er það ekki. Annars vissi ég ekki hvernig ég átti að haga mér í gær. Það að sitja og gera ekki neitt, eyða tíma í að tala við aðra og slappa af... ég man ekki hvenær ég gerði það síðast. En á þriðjudaginn get ég vonandi aðeins slakað á, held að það hafi nú bara verið gott að við fengum svona snemma prenttíma því þá getum við tekið því aðeins rólegar fram að skilum. Mjög sniðugt.
Ég er að hugsa um að fara að drífa mig heim. Klukkan er nú einu sinni korter yfir 6 á sunnudegi. Einhvern tíma verður maður nú að vera heima hjá sér.
Mvh. WellnessRíkey.
07 desember 2005
híhí...
Ég er að skrifa þetta í nýju fartölvunni minni... híhí. Ég er ekkert smá ánægð, núna get ég loksins setið með hinum krökkunum í skólanum og þarf ekki að vera ein inni í tölvuherbergi í "frábæru" tölvunum þar. Og núna getum við Haukur bæði lært í einu þegar við erum heima.
Annars hef ég nú ekki mikinn tíma til að skrifa núna. Ég á að vera að læra auðvitað, vildi bara deila þessu með ykkur. Minn heittelskaði sendi mér þennan póst í gær og ég sver það.. ég grenjaði úr hlátri og kom þar með upp um sjálfa mig, því ég átti að vera að gera allt annað en að skoða póst!
Hérna kemur hann:
"Mjög vandræðalegt fyrir aumingja stelpuna!!!!
Þetta er tekið af http://www.blog.central.is/saralitla
24.11.2005 11:40:37 [sarakarls]
Hafið þið kynnst vandræðalegra???!!!
Ég hef ákveðið að koma á blað atviki nokkru sem ég lenti í um daginn
og þrátt fyrir að ég eigi eftir að eyðileggja orðsporið mitt, þá
finnst mér það vert með þessari sögu!!!
Ég s.s. vinn hjá auglýsingavörufyrirtæki og um daginn kom STEBBI
HILMARS hingað til að sækja boli fyrir kaupmannarhafnarballið. Þar sem
Sara Karlsdóttir er nú utan af landi, þá hengu ekki ófá plaggöt á
veggnum í barnæskunni, þannig að hún var sko sannarlega skjölluð við
svona viðveru!
Hann hafði s.s. pantað nokkra boli og ég spurði hvort þetta hefðu
verið margir, og hann bara "nei bara nokkur stykki"... Þannig að ég
býð honum með mér inn á lager til að sækja kassann.
Ég trítla af stað alveg ofboðslega fín og dömuleg og finn loksins
kassann. Þar sem ég áleit það að fáir bolir væru sama sem léttur kassi
tók ég þetta með léttu átaki. En þegar ég gríp í kassann, þá reynist
hann alveg svakalegur þungur og bregst líkaminn minn við því þannig að
ég prumpa hærra en trompet með selebinn beint fyrir aftan mig!!
Til að EKKI bæta aðstæðurnar, þá kemur upp þessi svakalega lykt sem
getur auðveldlega drepið kind!
Nú kom upp vandræðanleg þögn og mér fannst ég skyldug til að "reyna"
að bæta aðstæðurnar! Þá segi ég: "hva! ég átti nú ekki von á þessu!"
og hlæ mest uppgerðalega hlátri sem heyrst hefur....(ömurlegt ég veit)
Stebbi horfir á mig mun vandræðalegri en ég og segir: "já það segi ég
með þér..." og þannig enduðu samræðurnar og hann kvaddi litlu stelpuna
með ógeðslegu prumpulyktina.
Ég er handviss um að næsta skiptið sem hann kemur, þá fer ég bak við í
einhverja holu!!!
Prumpustelpan kveður!!"
Hafiði heyrt eitthvað fyndnara?
Ríkey
Annars hef ég nú ekki mikinn tíma til að skrifa núna. Ég á að vera að læra auðvitað, vildi bara deila þessu með ykkur. Minn heittelskaði sendi mér þennan póst í gær og ég sver það.. ég grenjaði úr hlátri og kom þar með upp um sjálfa mig, því ég átti að vera að gera allt annað en að skoða póst!
Hérna kemur hann:
"Mjög vandræðalegt fyrir aumingja stelpuna!!!!
Þetta er tekið af http://www.blog.central.is/saralitla
24.11.2005 11:40:37 [sarakarls]
Hafið þið kynnst vandræðalegra???!!!
Ég hef ákveðið að koma á blað atviki nokkru sem ég lenti í um daginn
og þrátt fyrir að ég eigi eftir að eyðileggja orðsporið mitt, þá
finnst mér það vert með þessari sögu!!!
Ég s.s. vinn hjá auglýsingavörufyrirtæki og um daginn kom STEBBI
HILMARS hingað til að sækja boli fyrir kaupmannarhafnarballið. Þar sem
Sara Karlsdóttir er nú utan af landi, þá hengu ekki ófá plaggöt á
veggnum í barnæskunni, þannig að hún var sko sannarlega skjölluð við
svona viðveru!
Hann hafði s.s. pantað nokkra boli og ég spurði hvort þetta hefðu
verið margir, og hann bara "nei bara nokkur stykki"... Þannig að ég
býð honum með mér inn á lager til að sækja kassann.
Ég trítla af stað alveg ofboðslega fín og dömuleg og finn loksins
kassann. Þar sem ég áleit það að fáir bolir væru sama sem léttur kassi
tók ég þetta með léttu átaki. En þegar ég gríp í kassann, þá reynist
hann alveg svakalegur þungur og bregst líkaminn minn við því þannig að
ég prumpa hærra en trompet með selebinn beint fyrir aftan mig!!
Til að EKKI bæta aðstæðurnar, þá kemur upp þessi svakalega lykt sem
getur auðveldlega drepið kind!
Nú kom upp vandræðanleg þögn og mér fannst ég skyldug til að "reyna"
að bæta aðstæðurnar! Þá segi ég: "hva! ég átti nú ekki von á þessu!"
og hlæ mest uppgerðalega hlátri sem heyrst hefur....(ömurlegt ég veit)
Stebbi horfir á mig mun vandræðalegri en ég og segir: "já það segi ég
með þér..." og þannig enduðu samræðurnar og hann kvaddi litlu stelpuna
með ógeðslegu prumpulyktina.
Ég er handviss um að næsta skiptið sem hann kemur, þá fer ég bak við í
einhverja holu!!!
Prumpustelpan kveður!!"
Hafiði heyrt eitthvað fyndnara?
Ríkey