Ríkey Ofurbloggari!

Lífið í Danmörku

29 júní 2005

Í vinnunni...

Jæja gott fólk. Þá er maður bara byrjaður að vinna á fullu, og það á Reyðarfirði af öllum stöðum. Það er nýbúið að flytja bæjarskrifstofurnar yfir á Reyðó þannig að á hverjum morgni (þ.e. síðustu 3 hingað til) bruna ég yfir og allir á sömu leið bruna fram úr mér. Ég er ekki alveg eins vön að keyra þessa leið og sumir og fer greinilega ekki nógu hratt að þeirra mati. Ég er nú samt við hraðamörkin sko, ég skil ekki hvað fólk er alltaf að flýta sér svona mikið.

Vinnan mín er fín, ég eyddi öllum fyrsta deginum í að bíða eftir lykilorði í tölvuna og gerið þar af leiðandi mjög lítið. Núna er ég komin á fullt að teikna inn lóðamörk á Eskifirði eftir lóðasamningum. Það getur verið frekar þreytandi samt, þegar samningarnir eru kannski frá 1930, en þó þeir séu jafnvel ekki eldri en frá 1970 geta þeir verið mjög ruglandi. Ég skal koma með dæmi um það sem ég þarf að finna út úr:

"að suðvestan takmarkast hið leigða af sjó, að norðvestan af lóð hússins Hlíðarenda II, ... , að austan takmarkast lóðin af lóð sjóhúss Björns Kristjánssonar..." - Eins og ég viti hvar það er eða var.

Annað dæmi er:
"að ofan hreppsvegurinn, að neðan stórstraums fjörumál."

Þetta er líka mjög vinsælt:
"upp og ofan 17,5 metr. Út og fram 13.8 metr."

Ég sé fram á mjög skemmtilegt sumar.


Ég er ein í kotinu fram yfir næstu helgi. Já, kotinu...... stóra, stóra húsinu ætti ég frekar að segja. Það er mjög einmanalegt þar núna, enda fer ég líka til ömmu og afa eftir vinnu. Eða hitti hana Línu mína, það er líka mjög gaman. En ég bíð spennt eftir að fá allt fólkið mitt heim.

En... best að snúa sér aftur að útúrsnúningunum. Wish me luck...
Ríkey

21 júní 2005

Þrumu lostin

Ég verð nú ekki oft vör við það að ég er í útlöndum en núna held ég að það fari ekkert á milli mála. Síðustu daga er búið að vera þvílíkt gott veður, steikjandi sól og hiti, ég er bara ekki vön svona veðri. Aftur á móti í dag er búið að vera þetta líka þrumuveðrið, eldingar, þrumur og rigning eins og ég veit ekki hvað og þetta virðist ekkert ætla að hætta. Það eru engin smá læti.

Við fengum tilboð í íbúð um daginn og erum númer eitt, þannig að við samþykktum og erum því að fara að flytja þegar við komum aftur heim í haust. Það er því um að gera að pakka öllu niður í kassa áður en við förum heim núna á laugardaginn svo að allt sé klappað og klárt. Það verður allavega mikið að gera.

Ja hérna... ég held bara að það sé ekkert annað í fréttum. Það gerist nú ekki mikið þegar maður er í fríi. Ég er að hugsa um að hætta mér út í þetta veður og kaupa límband til að geta pakkað.

Later, Ríkey

09 júní 2005

allir kíkja á þennan link!

http://www.aod.aau.dk/staff/steino/photos/
og skoða side 2... hí hí.

næstum búin :o)

Ég er næstum komin í "frí", jibbí. Ég fer þokkalega að fá nóg af þessum skóla. Ég fór í próf í arkitekturhistorie á mánudaginn og það gekk bara mjög vel. Svo er bara vörnin eftir á miðvikudaginn og yfirseta á fimmtudag. Þá er ég búin og get farið að huga að heimferð. Ég er búin að fá þessa líka frábæru vinnu heima á Eskifirði, ég er ekkert smá fegin, var farin að verða stressuð yfir að hafa ekkert að gera í sumar. En þetta reddaðist sem betur fer, takk æðislega fyrir hjálpina mamma og pabbi :oD
Bíddu nú við.... það er nú svolítið langt síðan ég bloggaði síðast, ég held að ég komi sterk inn í öðru sæti á eftir Línu. Hvað er búið að gerast? hmmm... let me think....
Eurovision. Þarf maður eitthvað að segja um það? Eru ekki allir búnir að tjá sig um það mál. Ég efast um að ég geti komið með eitthvað nýtt í umræðuna. Auðvitað varð maður skúffaður yfir því að við komumst ekki áfram. Ég var reyndar búin að spá Grikklandi sigri frá byrjun. Fínt lag sko... en nóg um það.
Hvað næst... er eitthvað næst? Er líf eftir Eurovision...???
Ég var ekkert smá góð í dag. Ég eyddi deginum í að hjálpa Önnu með verkefnið hennar. Hún á að skila í hádeginu á morgun og ég fór til hennar eftir skóla og er búin að klippa og klippa og líma og brjóta og klippa og mála og klippa.... ég vona bara að hún nái að klára þetta í nótt. Ég held áfram að klippa fyrir þig í huganum Anna mín.
Hei... eitt dettur mér í hug. Allir að kíkja á þessa síðu: www.aod.aau.dk/grupper/2005/ad4-9 og segið mér hvað ykkur finnst, þ.e. ef þið komist inn á hana... hún gæti verið svolítið lengi að hlaða sér inn. Þetta er verkefnið mitt þessa önn. Við áttum að skila á netinu, ekki á pappír. Ekkert smá spennandi. Við höfum samt lent í smá veseni með að fá síðuna til að virka, þannig að ef það gerist ekkert þá getiði reynt aftur síðar. Þetta hlítur að takast á endanum, ekki þökk sé mér samt.
Annars dettur mér ekki margt annað í hug, enda kominn háttatími og tími til kominn að fara að sofa. Þess vegna ætla ég bara að kveðja í bili.
Ses, Ríkey.